Innlent

Snjóflóðum af mannavöldum fer fjölgandi

Gissur Sigurðsson skrifar
Snjóflóð af mannavöldum hafa aukist meðal annars vegna aukinnar umferðar skíðafólks utan alfaraleiðar.
Snjóflóð af mannavöldum hafa aukist meðal annars vegna aukinnar umferðar skíðafólks utan alfaraleiðar. Alex Fenlon
Fleiri snjóflóð féllu af mannavöldum í fyrra en nokkru sinni fyrr og þegar hafa mörg flóð fallið af sömu sökum í ár, sem rekja má til stóraukinnar vetrarferðamennsku utan alfaraleiða. Vegagerðin, leiðsögumenn og fleiri vinna að viðbrögðum við þessari hættu.

Ferðamenn sluppu yfirleitt ómeiddir í fyrra utan þess að leiðsögumaður slasaðist alvarlega í flóði í Ólafsfjarðarmúla í apríl í fyrra. Það er einkum fjölgun skíaðfólks, vélsleðamanna, göngufólks, ísklifrara og síðast en ekki síst snjóbrettafólks,  sem veldur auka álagi á snjóþekjuna, en við það geta snjóflóð hafist. 

Vegna þessa hóf snjóflóðavakt Veðurstofuunnar í fyrra að birta snjóflóðaspár á vef Veðurstofunnar og í október í fyrra gekkst vaktin fyrir ráðstefnu fagaðila í snjóflóðamálum. Hana sóttu meðal annars margir fjallaleiðsögumenn frá mörgum fyrirtækjum, skíðasvæðum, Landssambandi íslenskra vélsleðamanna og fleiri þar sem rætt var um hvernig draga megi úr áhættu vegna snjóflóða í óbyggðum.

Er nú þegar unnið að því að koma ýmsum hugmyndum í framkvæmd. Þá er ekki síst verið að greina hvaða upplýsingum og hvernig er brýnast að koma á framfæri og ætla áðurnefndir hópar að koma aftur saman á næsta ári til að meta framvinduna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×