Lífið

Batman á von á öðru barni

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikarinn Christian Bale og eiginkona hans Sibi eiga von á sínu öðru barni.

Christian var tilnefndur til Óskarsverðlaunanna fyrir leik í kvikmyndinni American Hustle en laut í lægra haldið fyrir Matthew McConaughey. Sibi hefur ferðast mikið með eiginmanni sínum til að kynna myndina enda hafa þau ávallt verið mjög náin hjón.

Christian og Sibi giftu sig í janúar árið 2000. Í mars árið 2005 eignuðust þau sitt fyrsta barn, dótturina Emmeline.

Leikarinn státar af farsælum leiklistarferli og hefur meðal annars brugðið sér í hlutverk Batmans og morðingja í kvikmyndinni American Psycho.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.