Lífið

Sjáðu snillingana í Dansskóla Birnu Björns

Ellý Ármanns skrifar
Meðfylgjandi myndir voru teknar baksviðs í Borgarleikhúsinu í gær, sunnudag, á nemendasýningu Dansskóla Birnu Björns þar sem fjöldi nemenda sýndi stórglæsileg dansatriði fyrir fullu húsi.  Nemendur sýndu jazzballett, street, hiphop, musical, break, contemporary og Bollywood-dansa.

Ef skrollað er neðst í grein má sjá stutt myndbönd úr sýningunni, sem bar yfirskriftina Ævintýri.  

Mikil vinna á bak við svona sýningu

„Dagurinn gekk mjög vel. Dansskólinn er það stór að við vorum með þrjár sýningar. Selma Björnsdóttir var sögumaður sýningarinnar en einnig stigu kennarar skólans á svið með glæsilegt atriði.  Ég get ekki með orðum líst hversu stolt ég er af nemendum og kennurum en það er mikil vinna á bak við svona sýningu og ég er með frábæra kennara sem ég gjörsamlega dýrka og dái og við erum við allar mjög nánar og mjög góðar vinkonur og mér þykir ofur vænt um það. Framundan er meiri dans fram á vor en spennandi „workshop“ verður einnig á dagskrá hjá okkur sem enginn má missa af,“ segir Birna Björnsdóttir eigandi dansskólans.


„Riddarar, stríðnispúkar, óveður, sólin, dúkkur, köngulær, trúðar, norinr og fleiri stigu á sviðið.  Þemað á sýningunni var „Ævintýraskógur“ og nemendur dönsuðu í gervi ýmsa vera eða ástands sem gerðist í ævintýrinu. Okkar áherslur í kennslu er sviðsframkoma túlkun og dansgleði,“ segir Birna.

Katla Sigurðardóttir Snædal, Ella María Georgsdóttir og Sóbjörg María Gunnarsdóttir.
Fanndís Hlín Hlynsdóttir og Sara Huld Ármannsdóttir.
Silva Líf Blandon og Aníta Ósk Bergman Kristjánsdóttir.
Andrea Sif Gunnarsdóttir, María Höskuldsdóttir, Embla Brink Gunnarsdóttir, Alexía Rós Matov King, Anita Eik Hlynsdóttir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.