Star Trek-stjarna deildi mynd eftir Hugleik og fékk 85 þúsund „læk“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 10. mars 2014 15:14 Takei deildi skopmynd Hugleiks í gær og uppskar myndin um 85 þúsund „læk“. vísir/getty/gva Bandaríski leikarinn og aðgerðasinninn George Takei deildi skopmynd eftir listamanninn Hugleik Dagssoná Facebook-síðu sinni í gærkvöldi og hefur myndin uppskorið um 85 þúsund „læk“ í kjölfarið. Takei, sem er 76 ára gamall, er áberandi á Facebook og hefur vakið athygli fyrir hárbeitt skopskyn sitt og almennan hressleika. Honum fylgja um 6,3 milljónir manna á Facebook og því er ljóst að teikning Hugleiks hefur glatt marga undanfarin sólarhring. Listamaðurinn tekur athyglinni þó með stóískri ró og segist orðinn vanur vinsældum þessarar tilteknu myndar. „Hún birtist víða og hefur öðlast sitt eigið líf,“ segir Hugleikur, en myndin ber nafnið Anarchy in the UK og vísar þar til frægs lags pönksveitarinnar Sex Pistols. Sýnir hún prúðklæddan Breta afþakka tesopa kurteisislega. „Hún hefur verið krotuð á veggi í Slóvakíu, prentuð á boli í Indónesíu og tattúveruð á húðir um allan heim. Nafnið mitt fylgir sjaldan með og enn síður græði ég eitthvað á því,“ segir Hugleikur sem aðspurður segir þetta líklega sína útbreiddustu skopmynd. Hann segist þó ekki hafa skýringu á vinsældum myndarinnar umfram aðrar. „Ég bara átta mig ekki á þessu. Mér fannst þetta fyndið þegar ég samdi þetta en mér datt ekki í hug að þetta yrði stöngin inn svona víða, og víðar en í Bretlandi. Bretar fíla þetta og mjög margir halda að þetta sé breskur brandari.“Takei ásamt mótleikara sínum í Star Trek.Hugleikur segist halda nokkuð upp á Takei en hann gerði garðinn upphaflega frægan í hlutverki sínu sem persónan Hikaru Sulu í upprunalegu Star Trek-sjónvarpsþáttunum. „Ég fíla Star Trek: The Original Series rosalega vel og Sulu er alls ekki sístur þar. Hann er soldið frábær og búinn að vera frábær í seinni tíð. Hann hefur verið ötull talsmaður samkynhneigðra á sinn einstaka hátt með grínsketsum á netinu.“ Þá segir Hugleikur Takei hafa komið stuttlega við sögu í sjöunda þætti gamanþáttaraðarinnar Hulla, þar sem titilpersónan sagði „Warp speed Mr. Sulu“ og vitnaði þar í Star Trek. En hefur myndbirting Takeis aukið umferð inn á Facebook-síðu Hugleiks? „Mér sýnist eitthvað hafa komið í kjölfarið. Ég er búinn að vera latur á Facebook undanfarið en ég held að það hafi bæst við á milli hundrað og tvö hundruð í dag.“ Post by George Takei. Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Sjá meira
Bandaríski leikarinn og aðgerðasinninn George Takei deildi skopmynd eftir listamanninn Hugleik Dagssoná Facebook-síðu sinni í gærkvöldi og hefur myndin uppskorið um 85 þúsund „læk“ í kjölfarið. Takei, sem er 76 ára gamall, er áberandi á Facebook og hefur vakið athygli fyrir hárbeitt skopskyn sitt og almennan hressleika. Honum fylgja um 6,3 milljónir manna á Facebook og því er ljóst að teikning Hugleiks hefur glatt marga undanfarin sólarhring. Listamaðurinn tekur athyglinni þó með stóískri ró og segist orðinn vanur vinsældum þessarar tilteknu myndar. „Hún birtist víða og hefur öðlast sitt eigið líf,“ segir Hugleikur, en myndin ber nafnið Anarchy in the UK og vísar þar til frægs lags pönksveitarinnar Sex Pistols. Sýnir hún prúðklæddan Breta afþakka tesopa kurteisislega. „Hún hefur verið krotuð á veggi í Slóvakíu, prentuð á boli í Indónesíu og tattúveruð á húðir um allan heim. Nafnið mitt fylgir sjaldan með og enn síður græði ég eitthvað á því,“ segir Hugleikur sem aðspurður segir þetta líklega sína útbreiddustu skopmynd. Hann segist þó ekki hafa skýringu á vinsældum myndarinnar umfram aðrar. „Ég bara átta mig ekki á þessu. Mér fannst þetta fyndið þegar ég samdi þetta en mér datt ekki í hug að þetta yrði stöngin inn svona víða, og víðar en í Bretlandi. Bretar fíla þetta og mjög margir halda að þetta sé breskur brandari.“Takei ásamt mótleikara sínum í Star Trek.Hugleikur segist halda nokkuð upp á Takei en hann gerði garðinn upphaflega frægan í hlutverki sínu sem persónan Hikaru Sulu í upprunalegu Star Trek-sjónvarpsþáttunum. „Ég fíla Star Trek: The Original Series rosalega vel og Sulu er alls ekki sístur þar. Hann er soldið frábær og búinn að vera frábær í seinni tíð. Hann hefur verið ötull talsmaður samkynhneigðra á sinn einstaka hátt með grínsketsum á netinu.“ Þá segir Hugleikur Takei hafa komið stuttlega við sögu í sjöunda þætti gamanþáttaraðarinnar Hulla, þar sem titilpersónan sagði „Warp speed Mr. Sulu“ og vitnaði þar í Star Trek. En hefur myndbirting Takeis aukið umferð inn á Facebook-síðu Hugleiks? „Mér sýnist eitthvað hafa komið í kjölfarið. Ég er búinn að vera latur á Facebook undanfarið en ég held að það hafi bæst við á milli hundrað og tvö hundruð í dag.“ Post by George Takei.
Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Sjá meira