Lífið

Schwarzenegger steikir strútseggjasamloku á skriðdreka

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Schwarzenegger mundar steikarspaðann af mikilli fagmennsku.
Schwarzenegger mundar steikarspaðann af mikilli fagmennsku.
Leikarinn Arnold Schwarzenegger var gestakokkur í kanadíska matreiðsluþættinum Epic Meal Time á dögunum og réðst hann ekki á garðinn þar sem hann er lægstur.

Þetta sívinsæla vöðvatröll gerði sér lítið fyrir og bjó til risastóra samloku sem innihélt steikt flesk, nautakjöt og strútsegg á milli tveggja risastórra brauðstykkja.

Innvolsið steikti hann ekki á pönnu, heldur á risastórum skriðdreka af gerðinni M47 Patton sem er í eigu leikarans sjálfs.

Skriðdrekanum ók hann í austurríska hernum þegar hann var átján ára og segir hann flikkið hafa gríðarmikla þýðingu fyrir sig.

Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.