Lífið

Eiginmaðurinn bannar kynþokkafull myndbönd með öðrum karlmönnum

Rihanna og Shakira saman í myndbandinu, Can´t remember to forget you.
Rihanna og Shakira saman í myndbandinu, Can´t remember to forget you.
Örfáum dögum eftir alþjóðlegan dag kvenna hafa nokkuð umdeild ummæli frá söngkonunni Shakira borist hratt um veraldarvefinn. 

Í viðtali við Billboard tímaritið segir Shakira að knattspyrnumaðurinn og  eiginmaður hennar, Gerard Pique sé ekki ánægður með að hún taki upp fleiri kynþokkafull tónlistarmyndbönd með karlmönnum. 

„Hann er mjög passasamur á sitt eigið og þar sem hann mun ekki lengur leyfa mér gera myndbönd með karlmönnum  þá verð ég að halda mig við konur, " sagði Shakira í viðtalinu. Fyrir skömmu gamnaði hún sér með Rihönnu í myndbandi við lagið, Can´t remember to forget you.

  

Shakira virðist ánægð með ákvörðun eiginmannsins og lagði áherslu á að ómögulegt væri fyrir hana að gera fleiri myndbönd með öðrum mönnum. Hún kynni að meta verndunar eðlishvöt eiginmannsins.

„Mér finnst að hann vera að vernda svæði sitt og hann metur mig á þann hátt að það eina sem hann leyfir er að læri mitt sér snert í myndbandinu með Rihönnu. "






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.