Lífið

Kuldalegar konur og slæmir menn

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Nic Pizzolatto, maðurinn á bak við sjónvarpsþættina True Detective, er strax farinn að spá í annarri seríu en lokaþáttur þeirrar fyrstu var sýndur vestan hafs á sunnudag og hér á Íslandi í gær.

„Hún er um kuldalegar konur, slæma menn og dulda sögu samgöngukerfisins í Bandaríkjunum,“ segir hann í viðtali við HitFix. Hann bætir við að hann hafi skrifað fyrstu seríuna með lokaþáttinn og örlög karakteranna Rustin Cohle og Martin Hart í huga en þeir eru túlkaðir af Matthew McConaughey og Woody Harrelson.

Nic segist vera sáttur með seríuna í heild sinni.

„Hún hefði ekki getað verið betri. Hún kom mér á óvart. Ég held að þátturinn hafi svarað öllu sem hann bað þig um að spyrja.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.