Lífið

„Það er ömurlegt að vera frægur núna“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikarinn Nicolas Cage fór mikinn á South by Southwest-hátíðinni í gær sem haldin er í Austin í Texas í Bandaríkjunum. Hann segist hafa farið út í leiklist eftir að hafa horft á James Dean í myndunum East of Eden og Rebel Without a Cause.

„Ég byrjaði að leika því mig langaði að vera eins og James Dean. Ekkert hafði jafn mikil áhrif á mig - engin rokktónlist eða klassísk tónlist - eins og Dean í East of Eden. Þetta var áður en fólk varð frægt bara til að verða frægt. Ég kvarta ekki en það er ömurlegt að vera frægur núna.“

Þá segist leikarinn ekki vera sáttur við kvikmyndagagnrýnendur.

„Gagnrýnandinn sem gagnrýndi Bad Lieutenant: Port of Call New Orleans í LA Times tók það með inn í greinina hve mörg heimili ég hafði keypt og selt. Hvaða máli skiptir einkalíf Lindsay Lohan ef horft er á frammistöðu hennar í The Canyons? Gagnrýni ætti alltaf að snúast um vinnuna sjálfa.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.