Lífið

Finnst hún fallegri ómáluð

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Girls-stjarnan Lena Dunham prýðir forsíðu tímaritsins Glamour. Þar talar hún meðal annars um útlit sitt og ástæðuna fyrir því af hverju hún klippti hár sitt stutt.

„Ég hef enga þolinmæði fyrir hári og lét klippa hárið mitt stutt fyrir um það bil einu og hálfu ári. Það var mjög frelsandi. Mér leið eins og ég sjálf í fyrsta sinn í lífinu,“ segir Lena.

Hún bætir einnig við að henni leiðist að mála sig.

„Mér finnst ég fallegri ómáluð og bara með varasalva,“ segir Lena og segir það óvíst hvort hún haldi áfram að leika í Girls.

„Ég veit ekki hvort ég vilji leika meira. Ég er alltaf fegin þá daga sem ég þarf þess ekki. Mig langar frekar að veita öðrum konum hlutverk en að vera konan í hlutverkunum.“

Á forsíðunni.
Veit ekki hvort hún leiki meira.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.