Lífið

Galifianakis kallaði Obama nörd

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Galifianakis sýnir forsetanum köngulóarbit sem Obama segir það ógeðslegasta sem hann hafi séð.
Galifianakis sýnir forsetanum köngulóarbit sem Obama segir það ógeðslegasta sem hann hafi séð.
Barack Obama Bandaríkjaforseti var gestur leikarans Zachs Galifianakis í spjallþættinum Between Two Ferns sem frumsýndur var í dag á vefsíðunni Funny or Die. Reyndi hann að ræða heilsutryggingakerfið en kom litlu að þar sem þáttastjórnandinn var á útopnu.

„Hvernig tilfinning er það að vera síðasti svarti forsetinn?,“ var meðal þeirra spurninga sem Galifianakis lét flakka og brást Obama ókvæða við. Þá kallar Galifianakis forsetann „nörd“ og gerir lítið úr færni hans í körfubolta.

Rétt er þó að taka fram að þættirnir eru í léttum dúr og líklegt þykir að forsetinn hafi verið með í gríninu frá upphafi.

Þáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.