Lífið

Pissaði í krukku í Óskarskjólnum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikkonan Kristen Bell mætti í spjall í þættinum Live With Kelly and Michael í vikunni. Þar ræddi hún meðal annars Roberto Cavalli-kjólinn sem hún klæddist á Óskarsverðlaunahátíðinni fyrir stuttu. Var hún spurð hvort hefði verið þægilegt að sitja í honum.

„Nei. Og ég fattaði það ekki fyrr en ég var komin í hann,“ sagði Kristen.

„Það kom svolítið upp á. Þá kom krukka við sögu,“ bætti hún við og áhorfendur í sjónvarpssal flissuðu. 

„Eins og þið hafið ekki pissað í krukku í risastórum ballkjól!“ heyrðist þá í Kristen og greinilegt að hún hefur mikinn húmor fyrir sjálfri sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.