Lífið

Skipulagði brúðkaup dóttur sinnar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Rapparinn Kanye West bað unnustu sinnar, raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian, eftirminnilega síðasta haust.

Kanye skipulagði reyndar ekki bónorðið sjálfur heldur fékk tengdamömmu sína, sjónvarpsstjörnuna Kris Jenner, til að sjá um skipulagninguna.

Myndband af bónorðinu lak á vefsíðuna YouTube og standa nú málaferlar yfir á milli Kardashian-klansins og vefsíðunnar.

„Ég var í stóru hlutverki þegar kom að skipulagningu og framkvæmd viðburðarins,“ segir Kris til að styrkja mál fjölskyldu sinnar gegn YouTube.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.