Lífið

Sykur, hveiti og gerlaus uppskriftabók í bígerð

Ellý Ármanns skrifar
mynd/einkasafn Hafdísar
Hafdís Priscilla Magnúsdóttir sem heldur úti vinsælu matarbloggi Disukokur.is gefur út mataruppskriftabók í vetur. 

„Já það er rétt. Óðinsauga er bókaútgefandinn. Þetta verður eftirrétta- og snarluppskriftabók sem er sykur, hveiti- og gerlaus. Þetta verður svipað og ég hef verið að setja á Dísukökur. Ég er byrjuð að gera nýjar uppskriftir fyrir bókina en hún á að koma út í október,“ segir Hafdís.

Dísukökur (skjáskot).
Skoða Disukokur.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.