Lífið

Obama verslar á fjölskylduna

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Barack Obama, Bandaríkjaforseti, fór í verslunarferð í Gap í New York í gær og verslaði til að mynda nokkrar peysur og boli á eiginkonu sína, Michelle, og dætur þeirra, Sasha og Malia.

Obama heimsótti verslunina einnig til að styðja þá ákvörðun forsvarsmanna hennar að hækka lágmarkslaun starfsmanna sinna.

Forsetinn eyddi tæplega 155 dollurum í leiðangrinum, um 17.500 krónum.

Tók í spaðann á Gap-verjum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.