Lífið

Sestu á fremsta bekk hjá Chanel

Álfrún Pálsdóttir skrifar
Tískupallurinn hjá Chanel var eins og matvöruverslun.
Tískupallurinn hjá Chanel var eins og matvöruverslun. Vísir/Gettyimages
Nýjasta sýning Karl Lagerfeld fyrir Chanel tískuhúsið hefur nú verið sett á netið í heild sinni til að gefa tískuáhugamönnum kost á að horfa á sýninguna frá besta sjónarhorninu. 

Sýningin, þar sem haust-og vetrarlína tískuhússins er frumsýnd, vakti mikla athygli á nýafstaðinni tískuviku í París. 

Ekki síst fyrir þær sakir að búið var að hanna heila matvöruverslun á tískupallinum. Í stað þess að þramma hinn hefðbunda tískupall skokkuðu fyrirsæturnar um „verslunina" í strigaskóm með innkaupakörfu á hendinni. 

Lagerfeld boðaði líka nýja strauma í fatalínu sinni fyrir haustið þar sem magabolir, strigaskór og rúllukragar voru áberandi.

Sjón er sögu ríkari. 

)





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.