Lífið

Hvetur fólk til þess að muna eftir því góða í lífinu

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Á Instagram hafa verið settar hátt í þrjár milljónir mynda með hash-tagginu 100happydays. Einnig er hægt að merkja myndirnar í gegnum Twitter og Facebook.
Á Instagram hafa verið settar hátt í þrjár milljónir mynda með hash-tagginu 100happydays. Einnig er hægt að merkja myndirnar í gegnum Twitter og Facebook.
„Við lifum á tímum þar sem það að vera ofur-upptekinn þykir vera eitthvað til að stæra sig af. Eftir því sem hraðinn í samfélaginu eykst höfum við minni og minni tíma til þess að njóta augnabliksins.“

Þetta segir á síðu átaksins #100happydays eða #100gleðiríkirdagar. Þeir sem skrá sig í átakið eiga að birta mynd á hverjum degi af einhverju sem þeim þykir gera lífið gott. Það getur til dæmis verið að hitta vini, kaupa sér kökusneið á kaffihúsi, gera örðum greiða eða bara að koma heim til sín og setjast í sófann eftir langan vinnudag.

Ekki kemur fram á síðunni hver það er sem stendur á bak við átakið. En samkvæmt vefsíðunni HLN mun það vera maður að nafni Dmitry Golubnichy. Hann er 27 ára og býr í Swiss. Hann fór sjálfur í átak í nóvember á síðasta ári sem gekk út á það að staldra við og minna sig á það reglulega hvað það er sem veitir honum hamingju í lífinu. Í kjölfarið stofnaði hann svo síðuna #happyday þar sem hann hvetur aðra til þess að gera slíkt hið sama.

Á síðunni kemur fram að 71 prósent þeirra sem hafa skráð sig í átakið hafi ekki tekist að klára það og flestir bera fyrir sig skort á tíma.

Á Instagram hafa verið settar hátt í þrjár milljónir mynda með hash-tagginu 100happydays. Einnig er hægt að merkja myndirnar í gegnum Twitter og Facebook. Nánari upplýsingar er að finna á síðu átaksins fyrir þá sem hafa áhuga á að skrá sig til leiks.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.