Sport

Jóhann varð í 23. sæti

Jóhann á ferðinni í dag.
Jóhann á ferðinni í dag. mynd/íf

Jóhann Þór Hólmgrímsson afrekaði það sem mörgum tókst ekki í stórsvigi sitjandi á ÓL í Sotsjí en það var að komast niður í báðum ferðum í mjög erfiðri braut.

„Þetta var mjög góð reynsla og frábært að fá þetta tækifæri,“ sagði Jóhann Þór Hólmgrímsson áðan en hann hefur nú lokið þátttöku sinni í Vetrarólympíumóti fatlaðra í Sotsjí. Jóhann keppti í svigi og stórsvigi og ætlar sér enn ofar á listann á næstu fjórum árum.

Jóhann var síðastur í mark eftir fyrri ferðina í dag á tímanum 1.56,84 mínútum en seinni ferðin var 1.41,59 mínútur svo hann stórbætti tímann sinn og hafnaði í 23. sæti. Svisslendingurinn Christoph Kunz hafði sigur í keppnin á heildartímanum 2.32,73 mín.

Jóhann er þar með orðinn fyrsti Íslendingurinn sem lýkur keppni í alpagreinum karla en hann mátti sætta sig við að vera úr leik í fyrri umferð í svigkeppninni á dögunum en lauk keppni í dag þar sem síðari ferðin var mun betri en sú fyrri.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.