Sport

Jóhann varð í 23. sæti

Jóhann á ferðinni í dag.
Jóhann á ferðinni í dag. mynd/íf
Jóhann Þór Hólmgrímsson afrekaði það sem mörgum tókst ekki í stórsvigi sitjandi á ÓL í Sotsjí en það var að komast niður í báðum ferðum í mjög erfiðri braut.

„Þetta var mjög góð reynsla og frábært að fá þetta tækifæri,“ sagði Jóhann Þór Hólmgrímsson áðan en hann hefur nú lokið þátttöku sinni í Vetrarólympíumóti fatlaðra í Sotsjí. Jóhann keppti í svigi og stórsvigi og ætlar sér enn ofar á listann á næstu fjórum árum.

Jóhann var síðastur í mark eftir fyrri ferðina í dag á tímanum 1.56,84 mínútum en seinni ferðin var 1.41,59 mínútur svo hann stórbætti tímann sinn og hafnaði í 23. sæti. Svisslendingurinn Christoph Kunz hafði sigur í keppnin á heildartímanum 2.32,73 mín.

Jóhann er þar með orðinn fyrsti Íslendingurinn sem lýkur keppni í alpagreinum karla en hann mátti sætta sig við að vera úr leik í fyrri umferð í svigkeppninni á dögunum en lauk keppni í dag þar sem síðari ferðin var mun betri en sú fyrri.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.