Lífið

Eru strákarnir í vinnunni ekki pottþétt búnir að senda inn lag?

Ellý Ármanns skrifar
myndir/youtbue
Ár hvert greinast tæplega 750 íslenskir karlar með krabbamein samkvæmt upplýsingum frá krabbameinsskrá Krabbameinsfélagsins.  Nú eru á lífi 5500 karlmenn sem fengið hafa krabbamein en algengust eru krabbamein í  blöðruhálskirtli, lungum og ristli en því fyrr sem sjúkdómurinn greinist, því meiri líkur eru á lækningu.  

Hér má sjá myndskeið frá hinum ýmsu fyrirtækjum og einstaklingum sem sendu inn lagið Hraustir menn í átaki Krabbameinsfélagsins sem ber yfirskriftina Syngjum styrkinn inn.  Þar er karlmenn hvattir til að vera með í fjölbreyttasta og skemmtilegasta kór landsins eins og segir á síðu átaksins. Arion banki styrkir hvern einasta söng með 1.000 króna framlagi til Mottumars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.