Innlent

Gömul hjón keyrðu inn í verslun

Baldvin Þormóðsson skrifar
Fjártjón verslunarinnar er talið vera á bilinu 700 þúsund og upp í eina milljón króna.
Fjártjón verslunarinnar er talið vera á bilinu 700 þúsund og upp í eina milljón króna. vísir/pjetur
Gömul hjón sem voru á leið sinni í Bónus keyrðu óvart bíl sinn inn í verslunarhúsnæði Z-brauta og gluggatjalda í Faxafeni.

Tvær stórar rúður verslunarinnar brotnuðu og dreifðist gler um allt verslunargólfið en atvikið átti sér stað síðastliðinn fimmtudag.

Sem betur fer slasaðist enginn, segir Guðrún Helga Theódórsdóttir, einn eigenda verslunarinnar. Enginn á gangstétt og enginn inni í búðinni meiddist, það var mjög heppilegt.

Ökumaður bifreiðarinnar segir að bensíngjöfin hafi festst inni en þegar ökumaðurinn hugðist koma sér úr þessum ógöngum sínum fór ekki betur en svo að hann lenti á þremur öðrum bílum sem lagðir voru á bílastæðinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.