Lífið

Hitti Miröndu Kerr í París

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Manuela Ósk Harðardóttir var „dresser“ ofurfyrirsætunnar Miröndu Kerr á tískusýningu fatahönnuðarins Soniu Rykiel á tískuvikunni í París fyrir helgi. Það þýðir að Manuela sá um að Miranda væri í réttum fötum áður en hún steig út á tískupallana á sýningunni.

Manuela starfar í tískuhúsi franska fatahönnuðarins Soniu Rykiel á vegum Listaháskóla Íslands þar sem hún stundar nám í fatahönnun.

Manuela birti mynd á Instagram af sér með Miröndu baksviðs á sýningunni og skrifaði við myndina:

„Æj bara Miranda að taka selfie. Ég var svo heppin að vera dresserinn hennar á sýningunni.“

Einum degi síðar birti hún svo aðra mynd af sér og fyrirsætunni. Við hana skrifar hún:

„Stelpuklósettferð & kveðjustund.“












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.