Lífið

Komu folaldi til bjargar og úr varð sérstaklega sætt myndband

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Skjáskot
Ljósmyndarinn Gígja Einarsdóttir sat í makindum sínum heima hjá sér í faðmi fjölskyldunnar rétt utan Reykjavíkur þegar síminn hringdi. Nágranni hafði séð folald sem virtist týnt á göngu við sjóinn.

Folaldinu var komið til bjargar og varði nóttinni á heimili Gígju og fjölskyldu. Folaldið fékk nafnið Brogi og var komið til móður sinnar daginn eftir að því sem Telegraph greinir frá. Breski miðillinn birtir einnig fallegar myndir af Broga á meðan hann var í umsjá fjölskyldunnar.

Á meðan Brogi dvaldi hjá Gígju og fjölskyldu skemmti folaldið sér einkar vel í leik með hinni fjögurra ára gömlu Emblu. Myndbandið er í meira lagi fallegt og hefur farið sem eldur í sinu um netheima. Yfir 300 þúsund manns hafa horft á það þegar þetta er skrifað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.