Lífið

Reif stjörnurnar uppúr sætunum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Pharrell Williams skemmti áhorfendum Óskarsverðlaunanna með lagi sínu Happy úr Despicable Me 2 sem tilnefnt er til verðlaunanna sem besta lag.

Pharrell söng lagið með fræga Vivienne Westwood-hattinn sinn sem var fjarri góðu gamni á rauða dreglinum.

Í miðju lagi fór söngvarinn á flakk og reif stjörnuna Lupitu Nyong'o uppúr sæti sínu og dansaði við hana. Þá náði hann líka að fá Meryl Streep og Amy Adams til að dilla sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.