Lífið

Eitt besta fótóbomb ársins

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikarinn Benedict Cumberbatch var greinilega í góðu stuði á Óskarsverðlaununum eins og sést á meðfylgjandi mynd.

Benedict gerði sér lítið fyrir og fótóbombaði írsku sveitina U2 á rauða dreglinum en það hefur verið gríðarlega vinsælt hjá stjörnunum að fótóbomba hvor aðra á verðlaunahátíðum uppá síðkastið.

Benedict er meðal kynna á hátíðinni en hann leikur einnig í kvikmyndinni 12 Years a Slave sem þykir sigurstrangleg sem besta myndin. U2 er tilnefnd fyrir lagið Ordinary Love úr Mandela: Long Walk to Freedom.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.