Lífið

„Nei, ég er hætt í kynlífinu“



Sunneva Sverrisdóttir stýrir Prófíl, nýjum sjónvarpþætti á Popp TV. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hún kemur fram í sjónvarpi, en hún stýrði kynfræðsluþáttunum tveir + sex á síðast liðnu ári.

Aðspurð hvort hún hafi aldrei hugsað um að gera framhaldsseríu af þáttunum segir hún: „Nei, ég er hætt í kynlífinu," og hlær.

„Það er gaman að fá nýja og öðruvísi áskorun. Vinnan að prófíl hefur verið ótrúlega skemmtileg og á sama tíma mjög krefjandi," segir Sunneva, en fyrsta þátt Prófíls er hægt að sjá hér að ofan, í fullri lengd.




Í fyrsta þættinum, sem er hér að ofan í heild sinni, hittir Sunneva, Loga Pedro Stefánsson úr hljómsveitinni Retro Stefson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.