Lífið

Hitti fyrrverandi í beinni

Það kom skemmtilega á óvart þegar leikarinn Orlando Bloom, 37 ára, stökk öllum að óvörum beint inn í mitt sjónvarpsviðtal hjá fyrrverandi eiginkonu sinni Miröndu Kerr, 30 ára, sem fram fór á rauða dreglinum í gleðskap á vegum Vanity Fair í nótt.  Leikarinn spurði áströlsku fyrirsætuna hvernig hún hefði það.

Þá sagði leikarinn: „Hæ, þú lítur rosalega vel út,“ og kyssti hana á vangann. Það var ekki að sjá að Miröndu liði illa með að hitta barnsföður sinn í beinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.