Lífið

Kennir Vilhjálmi hagsýni

Ugla Egilsdóttir skrifar
Kate Middleton og Vilhjálmur prins eru þekkt fyrir næma tískuvitund.
Kate Middleton og Vilhjálmur prins eru þekkt fyrir næma tískuvitund. VÍSIR/GETTY
Kate Middleton er hagsýn, jafnvel þótt hún eigi ríka foreldra, og hún hefur verið að kenna Vilhjálmi, eiginmanni sínum, að sýna ráðdeild. Greint hefur verið frá því að breska konungsfjölskyldan hefur verið að eyða um efni fram og ganga á sparifé sitt í svo miklum mæli að það er nánast uppurið.

Kate Middleton sinnir til dæmis flestum heimilisverkum á heimili hennar og Vilhjálms, og eldar flest kvöld fyrir fjölskylduna.

Sagt er að Vilhjálmur sé farinn að taka eiginkonu sína til fyrirmyndar og spái meira í það hvað hlutirnir kosta í stað þess að borga án þess að gefa verðinu gaum. Elísabet Bretadrottning er víst alveg í skýjunum yfir þessum góðu áhrifum sem Kate hefur á sonarson sinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.