Lífið

Meintar óvinkonur í gamnislag

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Svo virðist sem söngkonan Lady Gaga og stjörnubarnið Kelly Osbourne hafi grafið stríðsöxina í Óskarspartíi Elton John í gær.

Kelly deildi mynd af þeim í gamnislag og kassmerkti hana með orðunum „loksins friður.“ Í bakgrunni sést Elton hlæja að stöllunum.

Það slitnaði uppúr vinskapnum hjá Kelly og Lady þegar sú fyrrnefnda kallaði lafðina smjörandlit árið 2009. Aðdáendur söngkonunnar urðu brjálaðir og sendu henni líflátshótanir. Kelly kallaði Lady Gaga síðan hræsnara í viðtali við Cosmopolitan árið 2013.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.