Lífið

Ígló og Indí verslun opnar í miðbænum

Marín Manda skrifar
Fjölmennt var á opnuninni.
Fjölmennt var á opnuninni.
Frábær stemning var í miðbænum um helgina þegar ný barnafataverslun Igló og Indí opnaði formlega laugardaginn 1. mars á Skólavörðustíg 4.

Fjöldi fólks mætti á opnunina en í tilefni hennar var haldin hátíð fyrir börnin sem fengu góðgæti, blöðrur og Ígló og Indí húðflúr að gjöf. 

Þeim til skemmtunar var blöðrulistamaður sem útbjó alls kyns fígúrur úr blöðrunum en jafnframt nutu börnin sín í barnahorninu í versluninni við að glugga í bækur. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson var meðal gesta og tók nýju versluninni fagnandi. 

„Við erum gríðarlega ánægðar með að vera komnar aftur með verslun í miðbæinn og vonumst við til að ná einnig til ferðamanna með staðsetningunni á Skólavörðustíg þar sem íslensk hönnun blómstrar," segir Guðrún Tinna Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Ígló og Indí.  

Helga Ólafsdóttir og Guðrún Tinna Ólafsdóttir eru himinlifandi með nýju staðsetninguna í miðbænum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.