Lífið

OMAM tekur þátt í Mottumars

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Of Monsters and Men ætla að leggja góðu málefni lið.
Of Monsters and Men ætla að leggja góðu málefni lið. Vísir/Getty
Hljómsveitin Of Monsters and Men tekur þátt í Mottu-mars, sem er yfirskrift mánaðarlangs átaks Krabbameinsfélags Íslands um karlmenn og krabbamein.

Á heimasíðu Mottu-mars er nú í fullum gangi keppni en fjölmargir hafa skráð sig til leiks. Hægt er að heita á hljómsveitina með ýmsum upphæðum.

Hljómsveitin hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár en hefur þó haft hægt um sig að undanförnu. Sveitin er nú á fullu við lagasmíðar og bíður fólk eflaust spennt eftir að ljá nýju efni eyra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.