Lífið

Bruce Springsteen spilar ókeypis

Ugla Egilsdóttir skrifar
Bruce Springsteen.
Bruce Springsteen.
Bruce Springsteen verður eitt af aðalnúmerunum á ókeypis tónlistarhátíð sem haldin verður í miðbæ Dallas í apríl. Miðar á hátíðina eru ókeypis en takmarkað upplag er af miðunum. Þá gildir að fyrstur kemur, fyrstur fær.

Tónlistarhátíðin heitir March Madness Music Festival og er haldin í Reunion Park í Dallas. Þrátt fyrir nafnið er hátíðin haldin í apríl.  Meðal annarra tónlistarmanna sem koma fram eru E Street Band, The Killers og Tim McGraw. Tónlistarhátíðin er haldin í samkrulli við NCAA-körfuboltamótið.

Einnig er hægt að hlusta ókeypis á Bruce Springsteen á Youtube. Dæmi um það er hér að neðan.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.