Lífið

Þakklátur fyrir að eiga enn vini

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikarinn Colin Farrell var afar villtur í Hollywood á árunum 2000 til 2006 og kallar það tímabil týndu árin. Í kjölfarið var orðspor hans slæmt en sem betur fer náði hann sér aftur á strik.

„Ég er feginn að fólk í Hollywood hugsar enn vel til mín. Sama er uppi á teningnum á Írlandi og í öðrum heimshlutum,“ segir Colin í viðtali við Irish Post.

„Ég veit að fólk hélt með mér í gegnum þessi villtu ár og það var yndislegt að komast að því,“ segir Colin sem játar að frægðin hafi stigið sér til höfuðs. 

„Síðan hrundi ferillinn eins og spilaborg. Fyrst var ég hræddur um að síminn myndi ekki hringja,“ segir Colin sem hefur nú snúið sér að smærri myndum og gæti ekki verið hamingjusamari. Þá á hann tvö börn, James, tíu ára, með fyrirsætunni Kim Bordenave og Henry, fjögurra ára, með leikkonunni Alicja Bachleda-Curus sem hann lifir fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.