Lífið

Elskar að vera nakin

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Glee-stjarnan Lea Michele segist elska að vera nakin í nýju viðtali við tímaritið Seventeen.

„Ég hleyp ekki um nakin eða eitthvað svoleiðis nema ég sé á mínu eigin heimili. Í dag fór ég út í garð og stóð þar nakin í smástund. Ekki segja neinum: nágrannarnir mínir myndu fríka út!“

Lea gaf nýlega út sína fyrstu sólóplötu, Louder, sem er full af kraftballöðum. Í þeim reynir Lea að miðla þeirri ást sem hún fann til kærasta síns Cory Monteith og þeim gríðarlega sársauka sem hún upplifði þegar hann lést á síðasta ári úr of stórum skammti eiturlyfja.

„Ég ætlaði að semja popplög sem væru skemmtileg - ég elska Katy Perry og Kelly Clarkson. En síðan valdi ég bara lög sem voru mjög tilfinningaþrungin og dramatísk. Minningar mínar af Cory eru bara gleðilegar. Hann var ekki fíknin sem hann var haldinn en því miður sigraði hún. En það var ekki sú manneskja sem hann var.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.