Lífið

Leið eins og stórum sykurpúða með júgur

Kate Winslet
Kate Winslet Vísir/Getty
Leikkonan Kate Winslet leikur í kvikmyndinni Divergent, en hún sýnir á sér nýjar hliðar því í myndinni leikur hún skúrk.

„Ég fékk sent bréf frá leikstjóranum Neil Burger. Og með bréfinu var risastór pakki af upplýsingum um myndina sem er byggð á bók. Ég hafði aldrei heyrt um bókina, en las hana um leið. Og eftir að hafa lesið hana, þá langaði mig að leika skúrkinn. Það er eitthvað sem ég átti alveg eftir.“

Winslet, sem eignaðist son í desember, kom á tökustað aðeins nokkrum vikum eftir að hafa fætt drenginn. 

„Að koma aftur á tökustað eftir fæðingu var smá eins og að rúlla kú í spennitreyju fyrir framan myndavélar. Mér leið eins fáránlegum sykurpúða með júgur,“ segir hún. „En það var alveg allt í lagi. Eftir að ég komst yfir gleðina sem því fylgdi að ég passaði í sömu búninga - fyrir utan brjóstasvæðið, sem þurfti að stækka um um það bil meter - var allt fallið í ljúfa löð.“







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.