Lífið

Í strigaskóm á tískusýningu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Söngkonan Rihanna mætti í fallegum, fjólubláum kjól á tískusýningu Chanel á tískuvikunni í París í Frakklandi í dag.

Vakti það talsverða athygli að söngkonan var í strigaskóm í eins lit við sem er afar sjaldgæft að sjá á slíkum viðburðum.

Rihanna var ekki eina stjarnan á sýningunni heldur mættu Anna Wintour, Melanie Griffith og Vanessa Paradis líka á herlegheitin.

Í gær mætti poppprinsessan á tískusýningu Stellu McCartney og er því greinilega að drekka í sig tískuna í höfuðborg ástarinnar.

Vel reimaðir strigaskór.
Rihanna er hrifin af fjólubláu þessa dagana.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.