Sendingin kom frá Tælandi samkvæmt pöntun héðan. Notkun leysibenda sem eru umfram 1 mW að styrk er háð leyfi Geislavarna ríkisins. Þar sem umræddir leysibendar voru umfram leyfileg mörk höfnuðu Geislavarnir umsókn um innflutning þeirra. Innflytjandi fór þá fram á að þeim yrði fargað, sem hefur nú verið gert.

Geislavarnir ríkisins ráðleggja fólki að horfa ekki í blett sem öflugur leysibendir myndar, en endurvarpið sjálft getur valdið augnskaða.