Lífið

Kýr, mörgæs og kraftajötunn í útvarpinu

Þau Heiðar, Erna og Sverrir voru ekki sjálfri sér lík í beinni útsendinu á Fm957 í morgun.
Þau Heiðar, Erna og Sverrir voru ekki sjálfri sér lík í beinni útsendinu á Fm957 í morgun.
Þau Sverrir Bergmann og Erna Hrönn á FM957 klæddu sig upp í tilefni af Öskudeginum í morgun. Útvarpsfólki sendi út þáttinn klædd sem mörgæs og kraftajötunn. 

Það var Heiðar Austmann sem kom þessu í kring á Facebook-síðu FM 957 og en hann mætti í vinnuna sem kýr. 



„Ég kom með smá áskorun á Sverri Bergmann og Ernu Hrönn í beinni útsendingu.  Áskorunin var sem sagt þannig að við settum inn færslu á fésbókina og ef að færslan fengi 500 læk eða fleiri þá myndum við mæta í búningum á sjálfan Öskudaginn og vera í búningnum alla útsendinguna.“ 

Færslan fékk ríflega 1000 læk og þurfti því að standa við stóru orðin. 

„Þetta var skemmtilegur dagur í vinnunni,“ segir Heiðar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.