Lífið

Ástfangin og leika saman

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikaraparið Ashton Kutcher og Mila Kunis, sem trúlofuðu sig fyrir stuttu, leika saman í þættinum Two and a Half Men á næstunni.

Ashton leikur aðalhlutverkið í þættinum og mun Mila leika stúlku sem heitir Vivian og heillar Ashton uppúr skónum.

Samkvæmt heimildum The Hollywood Reporter mun karakter Milu banka uppá hjá Ashton í þann mun sem hann er að fara að biðja annarrar konu.

Þetta er í annað sinn sem þau Ashton og Mila leika saman í gamanþætti en þau léku Michael Kelso og Jackie Burkhart í þættinum That '70s Show.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.