Lífið

Þrjátíu þúsund manns á fimm dögum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Ný auglýsing fyrir Mottumars, átak á vegum Krabbameinsfélags Íslands, hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur. Um 250 karlmenn taka þátt í auglýsingunni og syngja lagið Hraustir menn, þar á meðal Högni Egilsson, Jakob Frímann og Mugison.

Á fimm dögum hafa rúmlega þrjátíu þúsund manns séð auglýsinguna á Youtube og fjöldi manns deilt henni. Þá hefur söfnun á mottumars.is einnig farið vel fram en þar geta hópar eða einstaklingar safnað áheitum.

„Við erum virkilega ánægð með viðtökurnar. Markmiðið er að safna þrjátíu milljónum og núna hafa safnast rúmlega þrjár milljónir þannig að það er enn nokkuð í land. Ég vil því skora á einstaklinga og fyrirtæki að taka þátt og styrkja átakið. Ræktum okkar efri vör og leggjum rakvélunum. Mottan er táknræn,“ segir Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.