Lífið

Líður eins og fanga

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Sýnishorn úr raunveruleikaþættinum Lindsay, þar sem fylgst er með hinni umdeildu leik- og söngkonu Lindsay Lohan, er komið á netið. Þátturinn er frumsýndur á sunnudagskvöldið á sjónvarpsstöð Opruh Winfrey, OWN.

Oprah kemur við sögu í þættinum eins og sést í sýnishorninu og segir hún Lindsay að hætta öllu kjaftæði.

Lindsay hefur farið margoft í meðferð en ætlar nú að halda sig frá vímuefnum. Í þáttunum er fylgst með henni í þeirri baráttu en hún þarf líka að fást við paparassa og reyna að laga sambandið við fjölskyldu sína. 

Á einum tímapunkti í sýnishorninu er Lindsay spurð hvort henni líði eins og fanga.

„Já. Alltaf,“svarar hún.

Þá sést hún líka rífast við föður sinn Michael Lohan.

Sýnishornið má sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.