Lífið

Leyfðu Travolta að klúðra nafninu þínu líka

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikarinn John Travolta fékk það hlutverk á Óskarsverðlaunahátíðinni á sunnudag að kynna söngkonuna Idinu Menzel á svið en hún söng lagið Let It Go úr teiknimyndinni Frozen sem fékk verðlaun sem besta lag í kvikmynd síðasta árs.

Eitthvað vafðist leikaranum tunga um tönn og klúðraði nafni söngkonunnar algjörlega. Kallaði hann hana Adele Dazeem sem hefur vakið mikla athygli um heim allan.

Nú hafa einhverjir sniðugir og tölvufærir einstaklingar tekið sig saman og búið til síðu á netinu þar sem hver sem er getur slegið nafni sínu inn í reit og fengið út sitt eigið „Travoltified“-nafn, líkt og leikarinn sjálfur hefði klúðrað því.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.