Lífið

Nýtt myndband frá Johnny And The Rest

Gunnar Leó Pálsson skrifar
„Við tókum upp lagið í Sýrlandi og fórum svo og túruðum um Ísland síðasta sumar. Á tónleikaferðalaginu tókum við upp klippur hér og þar,“ segir Guðmundur Þór Gunnarsson trommuleikari hljómsveitarinnar Johnny And The Rest.  Sveitin sendi á dögunum frá sér nýtt tónlistarmyndband við lagið Mama Ganja.

Myndbandið var að mestu unnið úr tónleikaferð sveitarinnar sumarið 2013 og svo live skot sem voru unnin í samstarfi við Magnús Unnar Georgsson og Friðgeir Örn Gunnarsson, en Guðmundur Þór Gunnarsson sá um klippingu og sýrða eftirvinnslu.

„Myndbandið er gallsúrt. Við erum að færa nútímann í sýrukennt form sjöunda áratugarins og erum að hverfa svolítið til fortíðar,“ segir Guðmundur um myndbandið.

Lagið, Mama Ganja er fyrsta smáskífan nýrri plötu sveitarinnar, Wolves in the Night sem kom út fyrir skömmu en hún er einmitt plata vikunnar á Rás 2.

Sveitin hélt útgáfutónleika hér á landi fyrir jól en ætla þó að halda aðra útgáfutónleikar í Londoní júní. „Við ætlum þó að halda stórtónleika í apríl á Íslandi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.