Lífið

Katy Perry um sleikinn við Miley

Miley og Katy Perry
Miley og Katy Perry Vísir/Getty/Getty
Söngkonan Katy Perry var í Ástralíu í vikunni og hafði meðal annars viðkomu í morgunþættinum Sunrise, til þess að hitta aðdáendur og ræða nýjustu plötu sína, Prism.

Í viðtalinu kom nýlegur koss hennar og Miley Cyrus til umræðu, en Perry mætti á tónleika hjá Cyrus í lok febrúar þar sem hún var kölluð að sviðinu af Cyrus, sem klifraði niður til þess að smella kossi á Perry. 

Cyrus hefur síðan haldið áfram að kyssa stúlkur á tónleikum, en Perry sagði frá því í viðtalinu í þættinum að hún hefði ekki verið viðbúin.

„Ég fór upp að henni og ætlaði að kyssa hana vinalegum, stelpukossi, þið vitið, eins og stelpur gera. Þá reyndi hún að færa höfuðið á sér og fara lengra með þetta þegar ég vék mér undan.“

Hér má sjá brot úr viðtalinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.