Lífið

Keira vekur athygli klædd í Chanel

myndir/getty
Leikkonan Keira Knightley vakti mikla athygli þegar hún mætti á Chanel-tískusýninguna á tískuvikunni í París á þriðjudag í fötum sem undirstrikuðu ótrúlega grannt mitti hennar. Keira var klædd í hvítt pils og víðan topp í stíl. Undir var hún í níðþröngum svörtum aðhaldsbol sem glitti í á milli. Hann sýndi örmjótt mittið sem virkaði enn mjórra á móti víðum efri og neðri parti.  Leikkonan hefur ætíð verið grannvaxin og sjálfsagt hefur ekkert breyst hvað það snertir en hér gengur hún skrefi lengra í að undirstrika vöxtinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.