Lífið

10 spurningar: Var á leikskólanum á Kleppi

Lífið kynnist hinni hliðinni á Tyrfingi Tyrfingssyni með 10 spurningum. 

Tyrfingur er staðarskáld Borgarleikhússins og um þessar mundir sýnir hann verkið Bláskjá sem hefur átt mikilli velgengni að fagna.

Um þessar mundir stendur hann í skrifum á nýju verki fyrir leikhúsið, en tók sér tíma frá skrifunum til að svara tíu spurningum fyrir Lífið.

Hver er þín fyrsta minning?

Þegar ég var að reyna að komast yfir girðingu á leikskólanum á Kleppi. Mamma var að vinna á Kleppi og við bjuggum á Skaptinu. Svo minnir mig að ég hafi átt einhvers konar kött sem ég var alltaf að loka inni.

Við hvað ertu hræddur?

Að komast ekki yfir girðinguna á leikskólanum á Kleppi. Og þennan kött.

Hver er þinn nánasti vinur?

Ég á marga nána vini!

Hvernig slakar þú á?

Ég fæ mér bara sígó og segi: Nánir vinir, nú slökum við á. 

Í hverju ertu bestur?





Hvað finnst þér mikilvægast í fari annars fólks? 

Mér finnst mikilvægt að fólk sé duglegt.

Lýstu síðasta skiptinu þar sem þú manst eftir að hafa verið virkilega hamingjusamur. 

Áðan á rúnti í Hamraborginni. Var svo hamingjusamur að ég fékk mér næstum því rauðsprettu og Pepsi Max á Catalínu en svo þorði ég það ekki. 

Hverju myndirðu vilja breyta í heiminum? 

Stundum engu oftar öllu.

Hvers gætir þú ekki lifað án? 

Pabba og mömmu.

Eitthvað um þig sem kemur á óvart.

Já, já, ég er knapi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.