Lífið

Ástarævintýri Eyfa tekur á sig nýja mynd

Baldvin Þormóðsson skrifar
Eyjólfur Kristjánsson syngur lagið Ástarævintýri af innlifun í auglýsingunni.
Eyjólfur Kristjánsson syngur lagið Ástarævintýri af innlifun í auglýsingunni.
Bylgjan frumsýndi nú í vikunni nýja sjónvarpsauglýsingu sem vakið hefur þó nokkra athygli.

Í auglýsingunni sést söngvarinn Eyjólfur Kristjánsson víðsvegar um borgina, en hvert sem hann fer fylgja honum sterkar vindhviður.

Undir hljómar söngur Eyfa, „Ég er vindurinn sem þýtur“, úr viðlagi lagsins Ástarævintýri (Á vetrarbraut). Lagið flutti Eyfi ásamt Inga Gunnari Jóhannssyni í Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 1988 þar sem það hafnaði í 2. sæti.

Auglýsingin er hluti af nýrri herferð Bylgunnar og er von á fleiri auglýsingum í svipuðum dúr á næstunni.


Eyfi - Vindurinn sem þýtur. from Daniel Atlason on Vimeo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.