Greiningin var kjaftshögg Telma Tómasson skrifar 7. mars 2014 09:32 Einn af hverjum þremur Íslendingum getur átt von á því að greinast með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni, rúmlega fjórtán hundruð einstaklingar greinast á ári hverju og margir þeirra látast af völdum sjúkdómsins. En þrátt fyrir að krabbamein sé alvarlegur sjúkdómur hafa fimm ára lífshorfur meira en tvöfaldast á undanförnum áratugum vegna bættrar greiningar og meðferðar, enda hefur læknavísindunum fleygt fram. Á árabilinu 2007 til 2011 greindust að meðaltali árlega 739 karlar og 685 konur með krabbamein. Sjúkdómurinn er fátíður hjá fólki undir 40 ára aldri, en helmingur allra krabbameina greinist eftir 65 ára aldur. Síðustu ár hafa rúmlega 200 karlar greinst að meðaltali með blöðruhálskirtilskrabbamein - en í fimm af hverjum tíu tilvikum eru menn 70 ára eða eldri. Í þættinum Doktor er unnt að fræðast um þennan vágest og heyra frásagnir fólks sem þekkir sjúkdóminn af eigin raun. Þar er meðal annars rætt við Hannes Ívarsson, 56 ára fjölskyldumann, sem leitaði til þvagfærðasérfræðings fyrir fimm árum vegna blöðrubólgu. Fylgst var með honum í framhaldinu, en krabbamein í blöðruhálskirtli greindist ekki fyrr en í mars á síðasta ári. Hann fór í skurðaðgerð og telur veikindin að baki. Eftirleikurinn hefur þó ekki verið án óþæginda og hefur Hannes bæði þurft að glíma við þvagleka og risvandamál, sem hann ræðir um opinskátt í Doktor. Í þættinum er einnig rætt við Rósu Björgu Karlsdóttur sem hefur ótrúlega sögu að segja, en hún var ímynd hinnar hraustu konu, 41 árs í blóma lífsins, fyrrverandi fótboltakona, íþróttakennari, heilsunuddari, grunnskólakennari og einkaþjálfari, sem hvatti fólk til betri lífsstíls, hreyfingar og mataræðis. Í janúar 2009 fór hún að finna fyrir miklum óþægindum. „Það var kjaftshögg að fá greininguna,“ segir Rósa. Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
Einn af hverjum þremur Íslendingum getur átt von á því að greinast með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni, rúmlega fjórtán hundruð einstaklingar greinast á ári hverju og margir þeirra látast af völdum sjúkdómsins. En þrátt fyrir að krabbamein sé alvarlegur sjúkdómur hafa fimm ára lífshorfur meira en tvöfaldast á undanförnum áratugum vegna bættrar greiningar og meðferðar, enda hefur læknavísindunum fleygt fram. Á árabilinu 2007 til 2011 greindust að meðaltali árlega 739 karlar og 685 konur með krabbamein. Sjúkdómurinn er fátíður hjá fólki undir 40 ára aldri, en helmingur allra krabbameina greinist eftir 65 ára aldur. Síðustu ár hafa rúmlega 200 karlar greinst að meðaltali með blöðruhálskirtilskrabbamein - en í fimm af hverjum tíu tilvikum eru menn 70 ára eða eldri. Í þættinum Doktor er unnt að fræðast um þennan vágest og heyra frásagnir fólks sem þekkir sjúkdóminn af eigin raun. Þar er meðal annars rætt við Hannes Ívarsson, 56 ára fjölskyldumann, sem leitaði til þvagfærðasérfræðings fyrir fimm árum vegna blöðrubólgu. Fylgst var með honum í framhaldinu, en krabbamein í blöðruhálskirtli greindist ekki fyrr en í mars á síðasta ári. Hann fór í skurðaðgerð og telur veikindin að baki. Eftirleikurinn hefur þó ekki verið án óþæginda og hefur Hannes bæði þurft að glíma við þvagleka og risvandamál, sem hann ræðir um opinskátt í Doktor. Í þættinum er einnig rætt við Rósu Björgu Karlsdóttur sem hefur ótrúlega sögu að segja, en hún var ímynd hinnar hraustu konu, 41 árs í blóma lífsins, fyrrverandi fótboltakona, íþróttakennari, heilsunuddari, grunnskólakennari og einkaþjálfari, sem hvatti fólk til betri lífsstíls, hreyfingar og mataræðis. Í janúar 2009 fór hún að finna fyrir miklum óþægindum. „Það var kjaftshögg að fá greininguna,“ segir Rósa.
Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira