Greiningin var kjaftshögg Telma Tómasson skrifar 7. mars 2014 09:32 Einn af hverjum þremur Íslendingum getur átt von á því að greinast með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni, rúmlega fjórtán hundruð einstaklingar greinast á ári hverju og margir þeirra látast af völdum sjúkdómsins. En þrátt fyrir að krabbamein sé alvarlegur sjúkdómur hafa fimm ára lífshorfur meira en tvöfaldast á undanförnum áratugum vegna bættrar greiningar og meðferðar, enda hefur læknavísindunum fleygt fram. Á árabilinu 2007 til 2011 greindust að meðaltali árlega 739 karlar og 685 konur með krabbamein. Sjúkdómurinn er fátíður hjá fólki undir 40 ára aldri, en helmingur allra krabbameina greinist eftir 65 ára aldur. Síðustu ár hafa rúmlega 200 karlar greinst að meðaltali með blöðruhálskirtilskrabbamein - en í fimm af hverjum tíu tilvikum eru menn 70 ára eða eldri. Í þættinum Doktor er unnt að fræðast um þennan vágest og heyra frásagnir fólks sem þekkir sjúkdóminn af eigin raun. Þar er meðal annars rætt við Hannes Ívarsson, 56 ára fjölskyldumann, sem leitaði til þvagfærðasérfræðings fyrir fimm árum vegna blöðrubólgu. Fylgst var með honum í framhaldinu, en krabbamein í blöðruhálskirtli greindist ekki fyrr en í mars á síðasta ári. Hann fór í skurðaðgerð og telur veikindin að baki. Eftirleikurinn hefur þó ekki verið án óþæginda og hefur Hannes bæði þurft að glíma við þvagleka og risvandamál, sem hann ræðir um opinskátt í Doktor. Í þættinum er einnig rætt við Rósu Björgu Karlsdóttur sem hefur ótrúlega sögu að segja, en hún var ímynd hinnar hraustu konu, 41 árs í blóma lífsins, fyrrverandi fótboltakona, íþróttakennari, heilsunuddari, grunnskólakennari og einkaþjálfari, sem hvatti fólk til betri lífsstíls, hreyfingar og mataræðis. Í janúar 2009 fór hún að finna fyrir miklum óþægindum. „Það var kjaftshögg að fá greininguna,“ segir Rósa. Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
Einn af hverjum þremur Íslendingum getur átt von á því að greinast með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni, rúmlega fjórtán hundruð einstaklingar greinast á ári hverju og margir þeirra látast af völdum sjúkdómsins. En þrátt fyrir að krabbamein sé alvarlegur sjúkdómur hafa fimm ára lífshorfur meira en tvöfaldast á undanförnum áratugum vegna bættrar greiningar og meðferðar, enda hefur læknavísindunum fleygt fram. Á árabilinu 2007 til 2011 greindust að meðaltali árlega 739 karlar og 685 konur með krabbamein. Sjúkdómurinn er fátíður hjá fólki undir 40 ára aldri, en helmingur allra krabbameina greinist eftir 65 ára aldur. Síðustu ár hafa rúmlega 200 karlar greinst að meðaltali með blöðruhálskirtilskrabbamein - en í fimm af hverjum tíu tilvikum eru menn 70 ára eða eldri. Í þættinum Doktor er unnt að fræðast um þennan vágest og heyra frásagnir fólks sem þekkir sjúkdóminn af eigin raun. Þar er meðal annars rætt við Hannes Ívarsson, 56 ára fjölskyldumann, sem leitaði til þvagfærðasérfræðings fyrir fimm árum vegna blöðrubólgu. Fylgst var með honum í framhaldinu, en krabbamein í blöðruhálskirtli greindist ekki fyrr en í mars á síðasta ári. Hann fór í skurðaðgerð og telur veikindin að baki. Eftirleikurinn hefur þó ekki verið án óþæginda og hefur Hannes bæði þurft að glíma við þvagleka og risvandamál, sem hann ræðir um opinskátt í Doktor. Í þættinum er einnig rætt við Rósu Björgu Karlsdóttur sem hefur ótrúlega sögu að segja, en hún var ímynd hinnar hraustu konu, 41 árs í blóma lífsins, fyrrverandi fótboltakona, íþróttakennari, heilsunuddari, grunnskólakennari og einkaþjálfari, sem hvatti fólk til betri lífsstíls, hreyfingar og mataræðis. Í janúar 2009 fór hún að finna fyrir miklum óþægindum. „Það var kjaftshögg að fá greininguna,“ segir Rósa.
Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira