Lífið

Undirbýr sig fyrir flutningarnar

mynd/hera björk
Búflutningar og fasteignasala Heru Bjarkar Þórhallsdóttur söngkonu hafa verið töluvert í fréttum undanfarna mánuði. Við heyrðum stuttlega í Heru til að kanna hvar hún er stödd í heiminum í dag? 

„Við erum ekki ennþá komin með dagsetningu á þetta. Við erum í algerri biðstöðu eins og er. Annars gengur undirbúningur vel. Við erum að koma yngsta „barninu okkar“ sem er verslunin „Púkó & Smart“ í góðar hendur og svo trítlum við okkur af stað.  Þetta er náttúrulega alveg dásamlega mikil vinna sem fylgir þessu, í mörg horn að líta og ótal hindranir sem þarf að brjótast í gegnum á glímubeltinu einu fata. En við erum sem sagt komin með íbúð tímabundið og krakkarnir komnir með pláss í góðum skólum.  Svo er bara að bretta upp með ermarnar, læra spænsku og byrja að vinna þegar við komum út. Engin dagsetningin er  komin 100% á hreint ennþá. Ætli maður klári ekki bara skattaskýrsluna í rólegheitum og fari svo,“ segir þessi glaðlynda söngkona.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.