Hluti af sjálfstæði Seðlabankans að verja kjör bankastjóra Heimir Már Pétursson skrifar 9. mars 2014 19:12 Fyrrverandi ríkisstjórn hefði getað gengið frá launum seðlabankastjóra í samræmi frumvarp sem lá fyrir um lækkun launa æðstu embættismanna, áður en endanlega var gengið frá ráðningu Más Guðmundssonar í stöðuna. Þegar launin voru síðan lækkuð var bankaráð ófært um að taka á málinu sem endaði fyrir dómstólum. Greint hefur verið frá að Seðlabankinn hafi greitt fyrir málskostnað Más Guðmundssonar Seðlabankastjóra í málaferlum til að kveða upp úr um lögmæti á lækkun launa hans. En frumvarpið kom fram skömmu eftir að hæfisnefnd hafði úrskurðað Má hæfastan umsækjenda í starfið árið 2009. Þá segist Már hafa haft samband við Láru Júlíusdóttur formann bankaráðs og spurt hvort kjör hans myndu breytast. „Hún kannar þetta í forsætisráðuneytinu hvort þetta er að breytast, vegna þess að ef þetta var að breytast þurfti ég kannski að endurmeta þá afstöðu mína að sækja um. Ég veit ekki hver niðurstaða mín hefði orðið en ég þurfti að gera það. Þá er haft samband við mig og sagt við ætlum að kynna þér ákveðnar tölur, það var ráðuneytisstjórinn í forsætisráðuneytinu sem gerði það – og ef þú ert sáttur við þær kemur þú í ráðningarviðtal, annars ekki,“ segir Már. Og svo er gengið frá ráðningunni. Stjórnvöld hefðu hins vegar á þessum tímapunkti getað sagt honum að kjörn hans myndu taka mið af væntanlegu frumvarpi um lækkun laun æðstu embættismanna, en ekki gert það, heldur þvert á móti reynt að tryggja kjörin með samhliða breytingum á lögum um Seðlabankann. „Og þá hefði það bara verið á mína ábyrgð að ákveða hvort ég ætlaði að una því og sækja um. Það er náttúrlega lang eðlilegast að það liggi fyrir áður en fólk er ráðið í störf og þannig er það yfirleitt,“ segir Már. En þegar launin séu lækkuð eins og með ákvörðun kjararáðs eftir að skipun í embætti til fimm ára hafi átt sér stað , fari málið að snúast um sjálfstæði Seðlabankans. Prinsippið í málinu er er þetta. Í landinu gilda lög um sjálfstæði Seðlabankans. En ef seðlabankastjóri einhverra hluta vegna lendir upp á kant við stjórnvöld við það að sinna starfi sínu samkvæmt lögum um hann og bankann, hversu auðvelt á það þá að vera fyrir framkvæmdavaldið að lækka laun seðlabankastjóra með það fyrir augum að hrekja hann úr starfi. „Og það varðar náttúrlega mjög sjálfstæði seðlabanka hvort það er yfirleitt hægt að breyta launum á skipunartíma. Það er vegna þess – og það eru til mörg dæmi um það samanber Ungverjaland þar sem laun seðlabankastjórans voru lækkuð verulega af því að þeim líkaði ekki peningastefnan og voru að reyna að hrekja hann úr embætti,“ segir Már. Lögfræðiálit sem bankaráð bað um hafi verið á þá leið að ekki mætti lækka laun bankastjórans umfram almenn laun á skipunartíma hans en bankaráð ekki ráðið við að fylgja því eftir. Því hafi það verið bæði bankanum og honum í hag að fara dómstólaleiðina. Þá segir Már að eftir að niðurstaða héraðsdóms lág fyrir í málinu hafi hann ekki viljað halda málinu áfram til Hæstaréttar án atbeina bankans og hafi það verið niðurstaða formanns bankaráðsins að málið færi alla leið. Að öðrum kosti hefði aldrei endanlega verið skorið úr um ágreininginn í málinu. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Fyrrverandi ríkisstjórn hefði getað gengið frá launum seðlabankastjóra í samræmi frumvarp sem lá fyrir um lækkun launa æðstu embættismanna, áður en endanlega var gengið frá ráðningu Más Guðmundssonar í stöðuna. Þegar launin voru síðan lækkuð var bankaráð ófært um að taka á málinu sem endaði fyrir dómstólum. Greint hefur verið frá að Seðlabankinn hafi greitt fyrir málskostnað Más Guðmundssonar Seðlabankastjóra í málaferlum til að kveða upp úr um lögmæti á lækkun launa hans. En frumvarpið kom fram skömmu eftir að hæfisnefnd hafði úrskurðað Má hæfastan umsækjenda í starfið árið 2009. Þá segist Már hafa haft samband við Láru Júlíusdóttur formann bankaráðs og spurt hvort kjör hans myndu breytast. „Hún kannar þetta í forsætisráðuneytinu hvort þetta er að breytast, vegna þess að ef þetta var að breytast þurfti ég kannski að endurmeta þá afstöðu mína að sækja um. Ég veit ekki hver niðurstaða mín hefði orðið en ég þurfti að gera það. Þá er haft samband við mig og sagt við ætlum að kynna þér ákveðnar tölur, það var ráðuneytisstjórinn í forsætisráðuneytinu sem gerði það – og ef þú ert sáttur við þær kemur þú í ráðningarviðtal, annars ekki,“ segir Már. Og svo er gengið frá ráðningunni. Stjórnvöld hefðu hins vegar á þessum tímapunkti getað sagt honum að kjörn hans myndu taka mið af væntanlegu frumvarpi um lækkun laun æðstu embættismanna, en ekki gert það, heldur þvert á móti reynt að tryggja kjörin með samhliða breytingum á lögum um Seðlabankann. „Og þá hefði það bara verið á mína ábyrgð að ákveða hvort ég ætlaði að una því og sækja um. Það er náttúrlega lang eðlilegast að það liggi fyrir áður en fólk er ráðið í störf og þannig er það yfirleitt,“ segir Már. En þegar launin séu lækkuð eins og með ákvörðun kjararáðs eftir að skipun í embætti til fimm ára hafi átt sér stað , fari málið að snúast um sjálfstæði Seðlabankans. Prinsippið í málinu er er þetta. Í landinu gilda lög um sjálfstæði Seðlabankans. En ef seðlabankastjóri einhverra hluta vegna lendir upp á kant við stjórnvöld við það að sinna starfi sínu samkvæmt lögum um hann og bankann, hversu auðvelt á það þá að vera fyrir framkvæmdavaldið að lækka laun seðlabankastjóra með það fyrir augum að hrekja hann úr starfi. „Og það varðar náttúrlega mjög sjálfstæði seðlabanka hvort það er yfirleitt hægt að breyta launum á skipunartíma. Það er vegna þess – og það eru til mörg dæmi um það samanber Ungverjaland þar sem laun seðlabankastjórans voru lækkuð verulega af því að þeim líkaði ekki peningastefnan og voru að reyna að hrekja hann úr embætti,“ segir Már. Lögfræðiálit sem bankaráð bað um hafi verið á þá leið að ekki mætti lækka laun bankastjórans umfram almenn laun á skipunartíma hans en bankaráð ekki ráðið við að fylgja því eftir. Því hafi það verið bæði bankanum og honum í hag að fara dómstólaleiðina. Þá segir Már að eftir að niðurstaða héraðsdóms lág fyrir í málinu hafi hann ekki viljað halda málinu áfram til Hæstaréttar án atbeina bankans og hafi það verið niðurstaða formanns bankaráðsins að málið færi alla leið. Að öðrum kosti hefði aldrei endanlega verið skorið úr um ágreininginn í málinu.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira