Lífið

Engin spenna milli hjónanna

Ugla Egilsdóttir skrifar
LeAnn Rimes og Eddie Cibrian.
LeAnn Rimes og Eddie Cibrian.
Raunveruleikaþættir um LeAnn Rimes stefna víst í að verða verulega misheppnaðir. LeAnn og eiginmaður hennar, Eddie Cibrian, eru að taka upp raunveruleikasjónvarpsþátt sem á að sýna parið eins og það er í raun og veru.

Heimildir US Star magazine herma að engin spenna sé á milli LeAnn og Eddie. Sagt er að framleiðendurnir hafi ekki nema sex hálftíma þætti í höndunum, þrátt fyrir að hafa tekið upp viðstöðulaust í níu mánuði. Annars vegar er sagt að ástæðan sé að efnið sé mestmegnis svo óspennandi að það eigi ekki erindi á sjónvarpsskjá, og hinsvegar vantar lagaheimildir til að sýna hluta af efninu.

Parið hefur til dæmis ekki leyfi frá barnsmóður Eddie, Brandi Glanville, til þess að víkja einu orði að börnum hennar í þáttunum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.